Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, apríl 30, 2004

Hornös

Vá hvað það getur flætt mikið hor eða vökvi úr einni nös. Ég hugsa að það sé búið að renna ca 1/2 líter af hori síðan klukkan 9 í morgun og klukkan er nú bara rétt rúmlega 14. Það er dálítið erfitt að sitja og lesa þegar maður er með svona mikið horrennsli, maður er alltaf að sníta sér og þurrka horið. Eða heitir þetta kannski nefrennslil? Ef svo er þá er það nú frekar skrítið því nefið á manni er ekkert að renna neitt. Kannski fer samt nefið á Micheal Jackson á e-a ferð þegar hann er með kvef, hver veit?

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Jæja

Ótrúlegt hvað maður er latur þegar maður á að vera duglegur, a.m.k. þegar maður er í prófundirbúningi. Ég get bara ekki beðið eftir að komast í sumarfrí og byrja að vinna. Skondið.... þegar maður er í námi þá kallar maður það að vera komin í sumarfrí þegar maður er búinn í síðasta prófinu og byrjar að vinna á fullu. Ég hefði e-n veginn haldið að þegar maður er í fríi þá er maður laus undan öllum skildum vinnulega eða námslega séð.
.......................................................

sunnudagur, apríl 25, 2004

Kellingar eru ótrúlegar

Helgin á enda og ekkert nema gott um það að segja, eða hvað?
Helgin átti að fara í það að læra og gerði það að hluta til. Fór með múttu austur á föstudagskvöldið og á meðan hún var með Volare kynningu var ég í sumarbústaðnum okkar. Ótrúlega var gott að komast aðeins í burtu frá sínu venjulega umhverfi og látunum hér á Akureyrinni. Það er engin umferð þarna, ég var alein, fyrir utan dauða fuglinn á sólpallinum, í fallegri náttúrunni. Eftir kynninguna brunuðum við svo aftur til baka og klukkan orðin nótt.
Á laugardagskvöldið grillaði ég svínarif og heppnaðist það alveg sérdeilisprýðilega. Fór síðan í afmælispartý til Elsu og var á bíl. Maður er bara alltaf edrú, yfirleitt gat maðu fundið sér e-ð tilefni en það er svona þegar prófin nálgast. Þvílík sálgreining sem við stelpurnar (ég, Birna, Kata og Harpa) fengum þarna í þessu partýi og ég verð nú bara að viðurkenna það að sálgreinarinn hafði bara mjög rétt fyrir sér. Það hefur verið á vörum margra að ég sé svo klikkuð og það séu varla engin takmörk fyrir klikkinu í mér en greinarinn sagði að það væru tvær af ofantöldum sem væru klikkaðari en ég. Þar hafið þið það, ég er ekki eins klikkuð og þið haldið þó ég kíki einu sinni í Bíbliuna og sé með Kötu í liðveislu.
Ótrúlegt hvað kellingar á mínum aldri geta búið til mikið vesen úr engu og misskilið hvora aðra, jafnvel viljandi þegar þær eru aðeins í því. Ég held að ég get sagt að ég sé ekki ein af þessum kellingum, allavega vilja sumir meina að ég sé meira ein af strákunum þó svo að ég eigi sléttujárn.
Námsefnið er farið að kalla....