Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, apríl 02, 2004

Páskafrí

Loksins loksins er draumur minn orðinn að veruleika. Ég er nefnilega komin í páskafrí...
Er að fara á Nesó á eftir að keppa í undanúrslitum um íslandsmeistaratitilinn. Vona að okkur verði ekki hent í sjóinn. Upps kannski var þetta ljótt....
Var að eignast frænda í morgunn, setti inn link til hliðar þar sem þið getið kíkt á pjakkinn, enginn smá bolti.
Nenni sennilega ekki að skrifa neitt í fríinu en ég kem með e-ð spennandi eftir frí.
Gleðilega páska!

miðvikudagur, mars 31, 2004

Neglur og kynlíf

Ég var beðin um að koma smá auglýsingu á framfæri. Fjóla snyrtir er á leiðinni á norðurlandið um páskana, miðvikudaginn 7. apríl ef fólk vill fá neglur (kannski frekar kvenkynið). Hún stoppar fram á sunnudag eða mánudag og tekur 3000 kall fyrir að henda upp tíu nöglum. Einnig er hægt fyrir fólk að nálgast Fjólu snyrti í höfuðborginni nema þessa daga sem hún verður fyrir norðan. Áhugasamir eru beðnir um að skrifa sig nafn sitt og síma í commentið eða senda mér emil á bakkabakki.hotmail.com

Ég las dálítið skemmtilega grein í morgunn um kynlíf og gáfur. Það var verið að tala um það að þeir sem stunda kynlíf verði gáfaðari en hinir óheppnu og geti nýtt gáfur sínar sem þeir öðlast áfram í lífinu. Ætli það sé e-ð til í þessu?? Ég er ekki viss um að öll þessi gáfumenni fái á hann/í hana reglulega.....

þriðjudagur, mars 30, 2004

Skemmtilegur leikur

Mana ykkur til að prófa þennan leik http://www.mona.is/Paskar2004
Þið vitið líka hverjum þið eigið að gefa eggið ef þið vinnið :)
Annars er ekkert títt af eyrinni. Er bara á fullu að gera verkefni og hlakka mikið til þegar þau verða búin og um næstu helgi þegar páskafríið byrjar. Ég fer suður í brúðkaup og skírn 10. apríl og fer sennilega 14. því ég þarf að flytja verkefni 15.

Myndirnar

Hægt er að skoða myndirnar af árshátíð BLÍ hér http://www.pjus.is/myndir/sje/uppskeruhatid2004

mánudagur, mars 29, 2004

Myndir

Það eru komnar inn myndir af árshátíðinni. Ef þið viljið skoða þá eru þær á trottur.is
Ég bætti við bloggurum hér til hliðar.

Snilldin ein

Ég var í borginni um helgina og það var bara dálítið gaman. Spiluðum okkar versta leik ever á föstudeginum og ég held að þróttur hafi gert það sama. Leikurinn á laugardeginum var svo þrusu góður en hann endaði 3-2 fyrir þrótti.
Eftir leikinn var svo tekið sig til fyrir árshátíð og fengið sér nokkra bauka af öli. Árshátíðin var bara snilld enda held ég að flestir blakmenn kunni að skemmta sér saman þegar þeir hittast. Flest allir alveg svartir, allavega vel dökkir sem gerði þetta ennþá skemmtilegra. Í fyrra var þemað að hlaupa nakin á þróttaravellinum en í ár var það svall í eftirpartíi. Usss rosalegt þetta svall maður, ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja frá því. Ég er alveg farin að sjá það að það eru oft engin takmörk fyrir snilldinni. Maður einn vaknar með gloss á vörum og veit ekkert hvað hann er að gera í íbúðinni þar sem svallið var, skilur bara ekkert í þessu.
Fórum svo keyrandi norður kl.12 í morgunn eftir mislangan og góðan svefn. Reyndar var ein sem vildi fara fyrr heim en ég held að hún hafi verið sátt að það var ekki samþykkt, því þessi manneskja var svona rosalega bílveik, vont í veginn (sbr. vont í sjóinn).

Annars er ég komin með vinnu, ég skrifaði undir starfsmannasamning á laugardagsmorgninum á sambýlinu. Rosalega spennandi vinnustaður og skemmtilegt hvernig þetta er allt þarna.