Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, mars 29, 2004

Snilldin ein

Ég var í borginni um helgina og það var bara dálítið gaman. Spiluðum okkar versta leik ever á föstudeginum og ég held að þróttur hafi gert það sama. Leikurinn á laugardeginum var svo þrusu góður en hann endaði 3-2 fyrir þrótti.
Eftir leikinn var svo tekið sig til fyrir árshátíð og fengið sér nokkra bauka af öli. Árshátíðin var bara snilld enda held ég að flestir blakmenn kunni að skemmta sér saman þegar þeir hittast. Flest allir alveg svartir, allavega vel dökkir sem gerði þetta ennþá skemmtilegra. Í fyrra var þemað að hlaupa nakin á þróttaravellinum en í ár var það svall í eftirpartíi. Usss rosalegt þetta svall maður, ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja frá því. Ég er alveg farin að sjá það að það eru oft engin takmörk fyrir snilldinni. Maður einn vaknar með gloss á vörum og veit ekkert hvað hann er að gera í íbúðinni þar sem svallið var, skilur bara ekkert í þessu.
Fórum svo keyrandi norður kl.12 í morgunn eftir mislangan og góðan svefn. Reyndar var ein sem vildi fara fyrr heim en ég held að hún hafi verið sátt að það var ekki samþykkt, því þessi manneskja var svona rosalega bílveik, vont í veginn (sbr. vont í sjóinn).

Annars er ég komin með vinnu, ég skrifaði undir starfsmannasamning á laugardagsmorgninum á sambýlinu. Rosalega spennandi vinnustaður og skemmtilegt hvernig þetta er allt þarna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home