Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, mars 12, 2004

Helgin

Ég vil byrja á því að óska Hörpu Björk til hamingju með afmælið, til hamingju stelpa enn og aftur.
Leikirnir eru á laugardaginn kl. 14.30 og sunnudaginn kl. 13.30. og ég skora á alla til að mæta. Ég held að Osama bin Laden myndi mæta ef hann væri ekki í felum því gaurinn hefur víst áhuga á blaki og spilar sjálfur við veggina í hellinum. Las það allavega í Fréttablaðinu um daginn og varla lýgur það!

fimmtudagur, mars 11, 2004

Myndir

Vó vó..... ef þið viljið sjá fleiri myndir af árhátíðinni þá eru komnar myndir inn á sjallinn.is Nokkrar "góðar" af mér. Setti linkinn her til hliðar.

Betra er stutt en ekkert

Gott ef það er ekki kominn tími til að fara að skrifa e-ð á bloggið, hef reyndar ekkert skemmtilegt að segja.
Það eru leikir um helgina, laugardag og sunnudag og ég reikna með að þeir verði klukkan 14 í KA-heimilinu.
Það eru komnar fullt af myndum inn á FSHA-síðuna (linkur til hliðar) frá því á árshátíðinni, endilega kíkið á þær.
Alltaf nóg að gera í skólanum, endalaus verkefnavinna. Reyndar var skemmtileg uppákoma í hádeginu í dag þar sem KB-banki var með e-a kynningu og bauð upp á pizzu, namminamm....... Ekki sælmt það.
Kallinn minn ætlar svo að kíkja aðeins norður á morgunn en stoppar stutt þar sem hann fer aftur suður á laugardaginn. En eins og máltækið segir ekki: betra er stutt en ekkert.

mánudagur, mars 08, 2004

Marblettir

Snilld þessi árshátíð. Maturinn var geggjað góður, kynnarnir hressir og með fullt af góðum djókum og Paparnir klikkuðu að sjáfsögðu ekki. Myndavélin var á lofti allt kvöldið, að ég held, og nokkur þema í gangi. Aðal þemað var koss, ég er ekki viss um að Bush hefði verið ánægður með það því margar myndirnar voru af konum að kyssast. Reyndar voru þetta allt mjög saklausir kossar en sumir virðast innilegri en aðrir. Þið getið fljótlega kíkt á myndasafnið hennar Kötu (linkur til hliðar) og þá komist þið að því sem ég var að tala um.