Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Næst síðasti dagurinn í verknáminu í dag. Bara gaman að því, þetta er búið að vera þvílíkt gaman og lærdómsríkt. Fór í lokamat í morgunn sem gekk svona ljómandi vel og fékk góða einkun.
Á morgun fæ ég að sleppa fyrr þar sem ég er búin að gera allt sem ég þarf að gera.
Við erum að fara að keppa á Nesó um helgina, ALLA helgina. Pleisið með peningalyktina eins og norðfirðingar kalla fíluna þarna í þorpinu. Ég á flug upp úr 14.15 á morgunn og svo seint á sunnudagskvöld um 20 eða 21. Man það nú ekki alveg. Ég þarf því að hanga á flugvellinum á Egilsstöðum í e-a tíma. Ekki gaman af því. Ég reyni að finna mér e-ð að gera á meðan. Endilega komið með hugmyndir eða áskorun svo mér leiðist ekki á vellinum.
Best að fara að gera e-ð.

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

I dag var eg með einn skjolstæðinginn minn i eldhusþjalfun. Það er nu kannski ekki frasögu færandi en hann var að opna skinku sem var i pakka, svona plastumbuðum. Það lak svo mikið ur umbuðunum eða skinkubrefinu. Skinkubref...... Eg for að spa af hverju i osköpunum maður kallar þetta skinkubref þegar umbuðirnar eru ekki einu sinni ur pappa heldur ur plasti! Er ekki rett hja mer að bref er buið til ur pappa? Kannski er þetta furðuleg pæling en að minu mati er hun ekkert svo vitlaus.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Buin að bæta inn tveimur bloggurum. Reyndar ma dæma um það hvort þeir seu baðir virkir bloggarar. Annar er þo aðeins að reyna.
Otrulegt hvað það er til margt sniðugt i þessum blessaða heimi okkar. Eg er að gera ritgerð sem fjallar um ahrif dyra a geðheilsu folks. Eg var að skoða siðu a netinu www.hvuttar.net. Þar er hægt að skoða minnigargreinar um hunda. Hljomar undarlega en samkvæmt rannsoknum eru hundar næstum þvi eins mikilvægir og fjölskylda og vinir. Af hverju ekki að skirfa minningargrein um hundinn sinn eins og að vera að skirfa grein um e-n i fjölskyldunni eða vin sinn?