Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Næst síðasti dagurinn í verknáminu í dag. Bara gaman að því, þetta er búið að vera þvílíkt gaman og lærdómsríkt. Fór í lokamat í morgunn sem gekk svona ljómandi vel og fékk góða einkun.
Á morgun fæ ég að sleppa fyrr þar sem ég er búin að gera allt sem ég þarf að gera.
Við erum að fara að keppa á Nesó um helgina, ALLA helgina. Pleisið með peningalyktina eins og norðfirðingar kalla fíluna þarna í þorpinu. Ég á flug upp úr 14.15 á morgunn og svo seint á sunnudagskvöld um 20 eða 21. Man það nú ekki alveg. Ég þarf því að hanga á flugvellinum á Egilsstöðum í e-a tíma. Ekki gaman af því. Ég reyni að finna mér e-ð að gera á meðan. Endilega komið með hugmyndir eða áskorun svo mér leiðist ekki á vellinum.
Best að fara að gera e-ð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home