Ammæli
Þá er kellingin orðin 26 ára og 2 dögum betur. Takk kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar!
Ég átti mjög góðan afmælisdag. Byrjaði daginn snemma til að baka þar sem ég hélt smá veislu á laugardaginn. Ákvað á síðustu stundu að bjóða fólki í kaffi þar sem fólk hittist orðið allt of sjaldan. Það liggur við að fólk hittist bara í brúðkaupum og jarðarförum eða þá á djamminu.
Í gær lá leiðin á Suðurnesin. Við vorum að sækja mann út á flugvöll sem var í fjölskyldunni hans Grjóna fyrir 30 árum. Þau höfðu uppi á honum í fyrra og hann ákvað að kíkja á þau til Íslands. Við fórum öll saman í Blá Lónið í þvílíku roki að það lá við að maður hefði orðið sjóveikur í lóninu það var svo mikill öldugangur.
Ég er svo að fara að þjálfa öldunga í blaki í kvöld, veit ekki hvað ég var að spá þar sem ég hef alveg meira en nóg að gera. Þannig að ef þið vitið um e-n endilega látið mig vita og ég legg það undir nefnd.
Ég átti mjög góðan afmælisdag. Byrjaði daginn snemma til að baka þar sem ég hélt smá veislu á laugardaginn. Ákvað á síðustu stundu að bjóða fólki í kaffi þar sem fólk hittist orðið allt of sjaldan. Það liggur við að fólk hittist bara í brúðkaupum og jarðarförum eða þá á djamminu.
Í gær lá leiðin á Suðurnesin. Við vorum að sækja mann út á flugvöll sem var í fjölskyldunni hans Grjóna fyrir 30 árum. Þau höfðu uppi á honum í fyrra og hann ákvað að kíkja á þau til Íslands. Við fórum öll saman í Blá Lónið í þvílíku roki að það lá við að maður hefði orðið sjóveikur í lóninu það var svo mikill öldugangur.
Ég er svo að fara að þjálfa öldunga í blaki í kvöld, veit ekki hvað ég var að spá þar sem ég hef alveg meira en nóg að gera. Þannig að ef þið vitið um e-n endilega látið mig vita og ég legg það undir nefnd.
1 Comments:
At 13 september, 2006 19:59,
Eygló said…
innilega til hamingju med daginn aftur, gott thu skemmtir ther vel.
Skrifa ummæli
<< Home