Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, september 15, 2006

Ellimerki

Það er nokkuð víst að aldurinn er farinn að færast yfir mann. Ég fann fyrsta gráa hárið í gærkvöldi þegar ég var að greiða mér. Þetta var þvílíkt sjokk þar sem ég taldi mig loksins vera komna með minn eðlilega hárlit sem er EKKI grár heldur ljós skol brúnt með rauðum blæ. Dagurinn í dag fór því mikið í það að spá hvort ég ætti að fara að lita aftur á mér hárið og jafnvekl morgundagurinn líka.

12 Comments:

  • At 16 september, 2006 19:20, Anonymous Nafnlaus said…

    greinilega brjálað að gera.... ;-)

     
  • At 16 september, 2006 19:21, Anonymous Nafnlaus said…

    Kata sko.... :-)

     
  • At 17 september, 2006 21:28, Anonymous Nafnlaus said…

    Maður þarf sko að greiða sér þó það sé nóg að gera....

     
  • At 18 september, 2006 16:25, Anonymous Nafnlaus said…

    Bahaha...en að finna hárið..tel það vera nokkuð gott afrek ;)

     
  • At 19 september, 2006 11:39, Blogger Eygló said…

    Thetta er greinilega i ættinni. Eg hef fundid nokkur gra har a Binna! Annars ertu RAUDHÆRD, vidurkenndu thad bara ;) Sjaumst i næstu viku, kannski fæ eg loksins ad djamma med ykkur i borg ottans...? :)

     
  • At 19 september, 2006 11:53, Anonymous Nafnlaus said…

    Hefurðu fundið nokkur grá hár!!!??? Djöfull lýgurðu núna, þú fannst eitt og það var pottþétt bara hvít málning eða eitthvað.
    En það er samt skárra en að vera rauðhærður, sem er þriðji algengasti fæðingargalli í heimi.

     
  • At 19 september, 2006 15:33, Anonymous Nafnlaus said…

    Hahaha, þið eruð alveg dásamleg.
    Talið þið bara saman í gegnum kommentkerfi hjá okkur vinkonunum??

     
  • At 19 september, 2006 15:35, Anonymous Nafnlaus said…

    Þið vitið alveg að ég á ekkert líf og því kommenta ég grimmt allsstaðar... en hverjir eru hinir tveir fæðingargallarnir Binni??

    Örvhentir og rangeygðir??

    Eða litlir og vitlausir... eins og ég!!??

     
  • At 19 september, 2006 19:52, Anonymous Nafnlaus said…

    Að vera örvhentur er sá næst algengasti, en algengasti fæðingargallinn hrjáir um það bil helming mannkyns og m.a. ykkur allar....reiknaðu nú sjálf út hvað það gæti verið

     
  • At 20 september, 2006 08:32, Anonymous Nafnlaus said…

    Hahahaha... að vera kona!!!

    Vá og Lóa er örvhent kona og stundum með smá rauðan blæ í hárinu, sjæse ;-)

     
  • At 21 september, 2006 08:39, Anonymous Nafnlaus said…

    Djö.... bull er í ykkur.
    Ég er ekki RAUÐHÆRÐ og það er ekki vegna þess að ég sé orðin gráhærð!! Það veistu vel Eygló. Og ef þú/þið ætlið að fá gistingu hjá mér í næstu viku er eins gott að þú hagir þér almennilega!! Gráa hárið er farið, það var eins og Binni segir pottþétt málning. Enda var ég að mála í júní og hef ekkert komist í bað heima síðan þar sem það eru framkvæmdir á baðinu hjá okkur.
    Binni ég held að Eygló sé pottþétt að ljúga þessu með "gráu" hárin sem hún fann á þér fyrst hún reynir að halda því fram að ég sé rauðhærð! Greinilega e-ð litblind stelpan. Strákar fara alveg í ljósar strípur eins og stelpur.

     
  • At 21 september, 2006 14:02, Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er allt saman málning... en það versta við þetta er það að máluðum hárum fjölgar þó maður/þið komi eklert nálægt málningu:)

    en annars... grá hár eru kúl... þetta hef ég þurft að segja við sjálfan mig síðan ég var 13 ára:)

     

Skrifa ummæli

<< Home