Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, september 04, 2006

Menningin

Við hjónaleysin ætlum okkur að vera mjög menningarleg og drífa okkur í leikhús allavega 3 x í haust/vetur. Keyptum okkur leikhúsþrennu, Mein Kampf, Lífisins dagar (minnir að það heitir það) og eina sýningu að eigin vali. Bara snilld og á klínk....

Helgin var mjög róleg. Birna kom í heimsókn í borgina og Líney og Fjóla kíktu í heimsókn á fös. Á laugardagskvöld vorum við að passa frænku mína sem var bara ansi þæg og sunnudagurinn fór í baðið. Allt að gerast á baðinu hjá okkur. Erum búin að setja flísar á gólfið (reyndar gerði tengdapabbi það) þannig að það styttist í að maður fari að komast í bað.

Skólinn byrjar svo á föstudaginn!

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home