We are the winners!!
Æðislegt að komast áfram úr riðlinum og að hafa unnið mótið. Svo er ég náttúrulega mjög ánægð með það að hafa verið valin leikmaður mótsins, most valuable player. Loksins vann íslenska kvennalandsliðið í blaki mót. Get fullyrt það að það hefur aldrei gerst áður. Við vorum líka með mjög sterkt lið. Þetta var mjög vel heppnað mót og vel staðið að því í alla staði. Fengum góðan undirbúning, fullt af æfingum, æfingaferð til Englands og ómetanlegan stuðning frá BLÍ. Framundan er svo vonandi æfingaleikir við nígeríska landsliðið í júlí en þær eru æstar í að koma á klakann. Á næsta ári eru svo úrslitin í Evrópumótinu og Smáþjóðleikar svo það verður nóg að gera.
Í gærkvöldi var svo "gala" dinner þar sem öll liðin nema íslenska liðið voru á perunni, svona eru þessir útlendingar.
Í gærkvöldi var svo "gala" dinner þar sem öll liðin nema íslenska liðið voru á perunni, svona eru þessir útlendingar.
5 Comments:
At 23 maí, 2006 08:19,
Nafnlaus said…
Til hamingju... tókuð ykkur virkilega vel út í sjónvarpinu :-)
Most valuable player... ekki amalegt það :-)
At 23 maí, 2006 11:20,
Nafnlaus said…
Enn og aftur til lukku ;) Geggjað stolt af ykkur:) En biddu...glætan að þið hafið ekki verið á "EYRUNUM"...moahhahaha
At 23 maí, 2006 14:55,
Nafnlaus said…
Til hamingju! Bæði með sigurinn og þennan flotta titil....you are very valuable:) Annars segi ég nú bara það sama og Birna.....glætan að þið hafið ekki líka verið á eyrunum!
At 24 maí, 2006 23:51,
Nafnlaus said…
Þakka ykkur fyrir það :)
Ótrúlegt en satt þá vorum við mjög spakar enda vinna daginn eftir annars hefði pottþétt verið djammað.
At 06 janúar, 2013 23:15,
Nafnlaus said…
talked about almost all people pay its borrowing products punctually and additionally without bank charges
A top debt charitable trust plans the number of consumers looking at individuals for the purpose of guide above cash advance debts for you to two-fold it. consumer debt nonprofit charities tells about purchase a short-term, increased attraction personal loans this coming year. Any charitable organisation suggests three years past may be individuals using them was basically small.
http://kredytybezbik24.net.pl
pożyczki prywatne
kredyty bez bik gotówkowa w uk
szybka pożyczka
pożyczka na dowód wzór umowy
http://szybkapozyczkaonline.com.pl
http://pozyczki-prwatne.com.pl
http://szybkapozyczkabezbik.org.pl
Skrifa ummæli
<< Home