Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, nóvember 14, 2005

Menning

Þvílíka stuðið sem var á Snúlla á laugardaginn. Þar var allt eldra fólkið blindfullt meðan unga fólkið skemmti sér konunglega. Alltaf verið að tuða um það að þetta unga fólk í dag kunni ekki að skemmta sér drekki of mikið og valdi vandræðum. Þið hefðuð þá átt að sjá þetta eldra fólk sem veltst um á dansgólfinu. Stígvélin sem ég keypti mér komu sér vel á dansgólfinu, enda támjó svo ef e-r ellismellur var fyrir fauk eitt hökk í afturendann og hann sást ekki meira það kvöldið ; )
Á sunnudeginum var okkur Grjóna boðið í leikhús á Íslenska dansflokkinn. Þílíkt flott og fjölbreytt sýning hjá þeim og liprir dansarar, heyrðist varla í þeim. Við erum að verða svo menningarleg, erum búin að fara í leikhús tvær helgar í röð ég veit bara ekki hvar þetta endar.

Ætla að minna á HK-Þróttur RVK á morgun kl.20.30 í Salaskóla. Endilega kíkið á okkur!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home