Skírn og afmæli
Við skelltum nöglum undir dekkin á föstudaginn og brunuðum norður eða reyndar var ekki mikið brunað þar sem snjór og leiðinlegt veður tafði okkur aðeins. Það var líka allt í lagi þar sem ferðin var hin skemmtilegasta. Á laugardaginn var Júlli skírður Sævar Eðvald og erum við allar að reyna að venja okkur að segja Sævar en ekki Júlli, gengur misvel þó. Eftir geggjaðar kræsingar í veislunni fórum við Grjóni og Kata á íshokkýleik með einn kaldann í annarri. Síðan var ferðinni haldið í Brekkugötuna til að undirbúa teitið með selló og fíneríi að hætti okkar Kötu. Gestirnir létu svo sjá sig hver á fætur öðrum og skapaðist skemmtilegur stemmari. Sjaldan sem maður var með tóma hendi, yfirleitt einn kaldur í henni og myndavélin gjarnan í hinni. Í teitinu opinberaði ég listamannsnafnið mitt, Karen Krían, og lógóið. Ég er samt jafnvel bara að hugsa um að nota Krían allavega á öll málverkin og ljóðin. Síðan röltum við niður í bæ þar sem enginn tímdi að splæsa í taxi og kíktum inn á Amor þar sem músik dauðans var allavega var ég ekki að fíla hana. Eftir lokun var haldið í smá eftirteiti en svo var labbað heim í snjókomu. Ég vaknaði svo eldsnemma á sunnudagsmorgninum og síðan var brunað suður um kaffileitið þar sem heilsa manna var misgóð....
Í dag var fyrsti dagurinn minn á Kleppi og ég hugsa að þetta verði nú bara nokkuð mikið stuð.
Í dag var fyrsti dagurinn minn á Kleppi og ég hugsa að þetta verði nú bara nokkuð mikið stuð.
3 Comments:
At 27 september, 2005 09:11,
Nafnlaus said…
Já þetta var sko bara snilld og ekkert annað :-) Snilldar listamannanafn og lógóið er bara töff... eigum lógóið og eiginhandaráritun uppá vegg, frægur veggur það :-)
Gangi þér vel í nýju vinnunni og ég hlakka til að sjá ykkur næst!!
Kata
At 27 september, 2005 12:46,
Nafnlaus said…
Leiðinlegt að missa af þessu ;(
At 27 september, 2005 12:51,
Unknown said…
klukk
Skrifa ummæli
<< Home