Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Veðurblíða

Þvílík veðurblíða sem er búin að vera í borginni það sem af er þessari viku. Ég brá mér í Breiðholtslaug bæði á mán og þri og lét fara vel um mig í sólinni og í pottunum. Fer ekki í sund til þess að synda, allavega ekki á svona góðum dögum. Í dag lagðist ég út í garð með morgunmat, blöðin og góða bók og ég hugsa að ég hafi enst úti í tæpa 3 tíma, helv... góð frammistaða. Ég er bara alveg hætt að brenna, spurning hvort ég fái ekki bara húðkrabba í staðinn. Kemur allt í ljós síðar. Ætlum að kíkja út að eta í kvöld þrátt fyrir að það sé alveg brill sprill veður til að grilla, enda grilluðum við líka í gær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home