Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, september 25, 2004

Hvað er málið með verkfallið?

Mín skoðun er sú að kennarar eiga alveg að fá hærri laun en hins vegar finnst mér ekki rétt að þeir fari verkfall. Það er eins og þeir hugsi ekkert um blessuð börnin og blessaða unglingana heldur bara launin sín. Auðvita bitnar þetta minnst á þeirra börnum og unglingum þar sem þeir geta verið heima með afkvæmi sín, og fengið fyrir það 3000 kall á dag, annað en aðrir foreldrar.
Mér finnst líka fáranlegt að ekki sé veitt undanþága fyrir t.d. Brúarskóla og Öskjuhlíðarskóla sem eru skólar fyrir krakka/unglinga með vandamál af e-u tagi.
Ótrúlegt að kennarar skuli alltaf, allavega yfirleitt alltaf, fara í verkfall ef þeir fá ekki þau laun sem þeir biðja um, það hlýtur að vera til önnur leið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home