Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, maí 10, 2004

Hagkaup

Fór í Hagkaup um daginn og þið vitið hvering röddin í upplýsingunum hljómar í hátalarakerfinu eða kallkerfinu. Jóníínaa Sveinbjöörg, Jóníínaa Sveinbjöörg þú ert vinsaamlegaaast beðin um að svara í símaa á línu þrjúú. Eða þá að það heyrist Guðrúún Hauksdóóttir, Guðrúún Hauksdóóttir, þú ert vinsaamlegaaast beðin um að koomaa að upplýsínguum. Þær tala allar eins og ég held að röddin hafi ekkert breyst í 20 ár. Allavegana man ég eftir þessari rödd í gamla daga þegar ég var lítil og ofvirk. Málið með þessa rödd er nefnilega það að þær fá kennslu í að tala svona. Ég sé þetta alveg í anda... eftir langan og stembin vinnudag eyða þær tveimur tímum í að æfa sig við hljóðneman.
Alltaf verið að breyta hjá blogger.com

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home