Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, febrúar 09, 2004

Stjörnuskrúfjárn og kauphækkun

Þvílík og önnur eins bíóferð sem ég fór í á miðvikudaginn. Ég fékk náttúrulega borgað fyrir að fara með Kötu í bíó og heyrði e-ð minnst á kauphækkun. Foreldrar hennar eru svo ánægð með mig eftir stuðmannahelgina að þau sjá ekki eftir einu búnti til viðbótar. Myndin var frekar óspennandi og svolítill klámbragur á henni, reyndar alveg hundleiðinleg mynd. Kata sat við hliðina á mér var orðin frekar vandræðanleg og fór að hjakkast á arminum á sætinu til að dreifa huganum. Það vildi svo vel til að armurinn losnaði smá eftir allt fiktið að henni datt snilldarráð í hug. Ekki viss um að ég ætli að ljóstra því upp en allavega verður haft með sér skrúfjárn í næstu bíóferð.

Ég fór í borgina á fimmtudeginum í vísindaferð með heilbrigðisdeildinni, skemmtileg ferð það. Komum við í Borganesi í vodkatöppuninni á leiðinni suður og á föstudeginum var svo aðaldagskráin. Við fórum á völlinn og skoðuðum aðstæður sjúkrahússins hjá hernum, kíktum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Stoð, Íslenska erfðagreiningu og Baðhúsið til Lindu Pé þar sem fólk fór í pottinn og sullaði í sig bjór og öðrum áfengum drykkjum. Í staðinn gerði ég tilraun til að fá mér húðkrabba með því að leggjast í bekk sem sendir frá sér útfjólubláa geisla.

Fór í bíó í gær á Big fish sem var allt í lagi mynd. Stjörnuskrúfjárn nýtist ekkert í Smárabíói.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home