Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Liðveisla og læti

Ekki slæm helgin! Allavega langt síðan maður hefur upplifað svona klikkuð fíflalæti. Unnum báða leikina á móti HK 3-0, reyndar voru þetta misgóðir leikir en 6 stig í safnið engu að síður.
Eftir leikinn á laugardeginum hittumst við KA stelpurnar og elduðum við saman og átum taco. Síðan þegar leið á kvöldið komu nokkrir af mínum klikkuðu vinum og Kata sem ég veit ekki alveg hvort ég eigi að kalla vinkonu mína eða að ég sé bara liðveislan hennar. Foreldrar hennar borga mér nefnilega fyrir að nenna að hanga með henni, það er ekki fyrir hvern sem er að ráða við hana. Við fórum svo öll í ölspillet sem vakti mikla lukku og mannskapurinn gerði allt sem hann gat til að svindla. Ég viðurkenni að ég fór 2x að pissa án þess að borga stig fyrir það. Gott að vera gestgjafi og þurfa að fylgja gestunum til dyra.
Síðan lá leiðin á Kaffi-Ak þar sem var dauður stemmari þannig að við Kata ákváðum að kíkja í Sjallann á Stuðmenn. Náðum eftir mikil erfiði að redda okkur frítt inn og 2 bjórum, ekki slæmt það. Eftir Sjallann fórum við í Natten og ég fékk frían hamborgara því e-r gaur var búinn að týna vini sínum sem átti að fá burgerinn þannig að ég bara fékk að snæð’ann. Við Kata vorum mjög sannfærandi þetta kvöld, hún er náttúrulega að verða yfir Landsbankanum og ég fæ 50% af laununum því ég er með hana í liðveislu. Auðtrúa þetta bankafólk. Okkur var svo boðið í eftirpartý á Hótel KEA, glatað lið, e-ð snobbarapakk í jakkafötum með vindla en enga Kúbu vindla heldur e-a mjóa ræfilslega. Við vorum ekki lengi að drulla yfir liðið og drífa okkur út enda klukkan að verða dagur og kominn dagstaxti þannig að ég skilaði Kötu heim. Foreldrar hennar tóku á móti okkur og létu mig fá nokkur búnt af seðlum fyrir aðstoðina og ég fór heim.
Það sem eftir er dags fer svo bara í afslöppun og jafnvel e-ð í námsbækurnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home