Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Þá er loksins komið á hreint hvar bikarúslitaleikurinn í blaki kvenna verður. Hann verður í Grindavík á laugardaginn kl.14. Ég bið alla sem fótum geta stigið inn í bíl (nýtt orðatiltæki ala Karen) að koma og hvetja okkur í KA. Við erum að fara að keppa á móti Þrótti-RVK. Það er nú ekki amarlegt fyrir fólk að byrja daginn snemma og kíkja í Bláa lónið og svo á leikinn á eftir, svo getur fólk líka byrjað daginn í Grindavík og látið svo leiðina liggja í Bláa lónið eða bara e-t allt annað.
Það myndi kannski vekja lukku að hafa rútuferðir eins og oft er gert eða var gert þegar handboltalið KA var að keppa fyrir sunnan, hver er svosem vinsældarmunurinn á milli blaks og handbolta??? Jah.. maður spyr sig.....
Vonast til að sjá sem flesta í Grindavík, en fyrir þá sem sjá sér alls ekki fært um að koma vil ég minna á beina útsendingu í sjónvarpinu sem hefst kl.13.50. Það er kannski spurning um að fara á Ali spotrbar eða Mongó og sjá hann á risaskjá, ef við byggjum nú svo vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home