Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Þvílíkt og annað eins klikkað veður sem er búið að vera í allan dag hér á norðurlandinu. Ég dressaði mig ekkert smá vel í skólann í morgunn þar sem úti var rok og mikill snjór og ég sá sko ekki eftir því. Ég mætti svo bara í tíma í morgunn og Ebba iðjuþjálfi á geðdeild sem var að kenna okkur ákvað að draga okkur í bekknum út í klikkaða veðrið. Það var sko gaman!!!!Við fengum mikla útrás fyrir okkar innra barn sem vill oft gleymast þegar skólinn er byrjaður og enginn tími til neins annars. Við fórum í nokkra leiki og bjuggum til snjókall sem var reyndar kelling, allavega með brjóst, spurnig hvort þetta hafi bara verið feitur kall með stór brjóst. Þetta nám er ekkert smá þroskandi. Svo átti kennari að koma frá RVK en var veðurtept vegna klikkaða veðursis. Ótrúlegt hvað það getur snjóað mikið á einum degi, hvað þá tveimur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home