Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, desember 04, 2007

Jólaundirbúningur

Ég er búin að vera rosalega dugleg við að undirbúa jólin. Furðulegt samt að undirbúa jólin, þau koma alltaf kl. 18 á aðfangadag hvort sem maður er undirbúinn eða ekki. En ég er allavega búin að baka 4 tegundir af smákökum og henda upp fullt af jólaljósum. Allar jólagjafirnar voru keyptar í september, á bara eftir að pakka þeim inn. Svo restin af desember fer bara í afslöppun. Þegar maður er í fæðingarorlofi hefur maður ekkert að gera og nægan tíma til alls, ekki satt??