Jólaundirbúningur
Ég er búin að vera rosalega dugleg við að undirbúa jólin. Furðulegt samt að undirbúa jólin, þau koma alltaf kl. 18 á aðfangadag hvort sem maður er undirbúinn eða ekki. En ég er allavega búin að baka 4 tegundir af smákökum og henda upp fullt af jólaljósum. Allar jólagjafirnar voru keyptar í september, á bara eftir að pakka þeim inn. Svo restin af desember fer bara í afslöppun. Þegar maður er í fæðingarorlofi hefur maður ekkert að gera og nægan tíma til alls, ekki satt??
1 Comments:
At 07 desember, 2007 13:59,
Nafnlaus said…
Nákvæmlega - maður liggur bara í leti og gerir ekki neitt í fæðingarorlofi;)
Skrifa ummæli
<< Home