Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, mars 11, 2007

Akureyris

Dreif mig norður á föstudaginn eftir vinnu, datt það svona í hug um morguninn. Ég varð að drífa mig og kíkja á og knúsa á tilvonandi tengdasoninn en svo er bara spurning hvort krílið mitt verður strákur eða stelpa ;) Þjóðfélagið er jú alltaf að verða opnara og opnara og líka gangvart samkynhneigðum.

Það vildi svo skemmtilega til að stelpurnar voru búnar að ákveða hitting á laugardagskvöldið svo það hentaði vel að geta hitt þær allar í einu. Þannig að markmið ferðarinnar náðist, að hitta sem flesta og hafa það gott.