Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, mars 11, 2007

Akureyris

Dreif mig norður á föstudaginn eftir vinnu, datt það svona í hug um morguninn. Ég varð að drífa mig og kíkja á og knúsa á tilvonandi tengdasoninn en svo er bara spurning hvort krílið mitt verður strákur eða stelpa ;) Þjóðfélagið er jú alltaf að verða opnara og opnara og líka gangvart samkynhneigðum.

Það vildi svo skemmtilega til að stelpurnar voru búnar að ákveða hitting á laugardagskvöldið svo það hentaði vel að geta hitt þær allar í einu. Þannig að markmið ferðarinnar náðist, að hitta sem flesta og hafa það gott.

6 Comments:

  • At 12 mars, 2007 08:45, Anonymous Nafnlaus said…

    Var ferlega gaman að hitta þig um helgina... og váá hvað þú ert með flotta bumbu :-)

     
  • At 13 mars, 2007 13:08, Blogger Eygló said…

    Verst að ég kemst sennilega ekkert norður fyrr en um páska og verð að bíða með að knúsa Mikael Breka þangað til. En kannski ágætt því ég þori örugglega ekki að halda á honum þegar hann er svona lítill... Annars styttist óðum í páska.

     
  • At 14 mars, 2007 22:21, Anonymous Nafnlaus said…

    Hæhæ
    Þetta er geðveikt spennandi allt saman og verður gaman að hitta krilið ykkar, komin timi til að kynslóðin frá niunda áratuginum í ættinni kemst af stað ;)

     
  • At 22 mars, 2007 15:39, Anonymous Nafnlaus said…

    Það er ánægjulegt að ég hafi komið okkar kynslóð af stað svo nú er bara að pressa á næsta frænda ;)

     
  • At 23 mars, 2007 11:29, Anonymous Nafnlaus said…

    Næsti frændi segirðu....er það þá ekki Skafti? Ég er greinilega súkkat.

     
  • At 24 mars, 2007 11:32, Anonymous Nafnlaus said…

    Það er bara spurning hvort við erum að tala um eitt ár upp eða niður. Það fær enginn að vera súkkat, þinn tími mun koma ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home