Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Tja...

E-n veginn er ég hætt að nenna að bulla e-ð hingað inn og því borgar sig ekkert að hafa stutt á milli færslna.

Þessa dagana er handboltinn það sem fólk talar um og fylgist með og er ég engin undantekning þar á. Bara snilld að fylgjast með strákunum okkar eins og þeir eru kallaðir þegar gengur vel.

Svo verður nóg að gera um helgina. Stjáni og co koma í mat annað kvöld, alltaf gaman að hitta þau. Er að passa Söru á laugardagskvöldið meðan hjónin fara í leikhús. Amma kemur svo á sunnudaginn og við gerðum ansi sniðugar og fengum Eygló og Binna til að bjóða okkur í mat. Ég ætti ekki drepast úr matarskorti enda hef ég svo sem aldrei haft áhyggjur af því.

Bumban stækkar og stækkar og fólk hætt að spyrja hvort ég hafi tapað mér í nammiáti og farið að spyrja hvenær ég eigi von á mér. Hreyfingarnar hjá krílinu verða líka alltaf kröftugri og kröftugri og gott ef ég hafi ekki fundið fyrir litlum táslum um daginn, bara yndislegt....