Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, desember 21, 2006

3 dagar til jóla

E-n veginn er ég ekki komin í neitt jólaskap. Er löngu búin að öllu fyrir jólin nema að koma út nokkrum jólakortum og pökkum.
Er búin að vera að reyna að finna mér jólaföt en það gengur e-n veginn ekki nógu vel þar sem bumban eða aðallega júllurnar eru e-ð að stríða mér þessa dagana. Fann reyndar bol en svo veit ég ekki alveg í hverju ég geti verið í að neðan, kannski enda ég bara á náttbuxunum við bolinn.

Ég get ekki beðið eftir því að komast í jólafrí á morgun. Ætlum að hafa það huggulegt síðasta vinnudaginn fyrir jól hafa kakó, smákökur, konfekt og dvd.
Komum svo norður e-n tímann á jóladag, hlakka meira til þess en að opna alla pakkana á aðfangardag nema einn, umslagið góða ;)

Gleðileg jól!!!