Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, desember 21, 2006

3 dagar til jóla

E-n veginn er ég ekki komin í neitt jólaskap. Er löngu búin að öllu fyrir jólin nema að koma út nokkrum jólakortum og pökkum.
Er búin að vera að reyna að finna mér jólaföt en það gengur e-n veginn ekki nógu vel þar sem bumban eða aðallega júllurnar eru e-ð að stríða mér þessa dagana. Fann reyndar bol en svo veit ég ekki alveg í hverju ég geti verið í að neðan, kannski enda ég bara á náttbuxunum við bolinn.

Ég get ekki beðið eftir því að komast í jólafrí á morgun. Ætlum að hafa það huggulegt síðasta vinnudaginn fyrir jól hafa kakó, smákökur, konfekt og dvd.
Komum svo norður e-n tímann á jóladag, hlakka meira til þess en að opna alla pakkana á aðfangardag nema einn, umslagið góða ;)

Gleðileg jól!!!

4 Comments:

  • At 28 desember, 2006 15:01, Anonymous Nafnlaus said…

    HAHAHAHA...mig dreymdi þig í alla nótt ! Við vorum verslunaróðar...en ekki í föt og dót á okkur!!!!heldur gríslingana ;) Vitið þið orðið kynið?? Mig dreymdi að að þú fengir strák...en samt finnst mér eins og það sé stelpa!! hahahaha...er ég ekki nákvæm??

     
  • At 29 desember, 2006 18:38, Anonymous Nafnlaus said…

    Blessuð kella!
    Jú jú við vitum kynið en það verður leyndó allavega í e-n tíma, bara spurning hvað við getum setið lengi á okkur ;)
    Skondinn draumur því við Grjóni vorum einmitt að ræða það um daginn hvort það væri ekki sniðugt að hann og Beggi vinur hans myndu drífa sig út til að versla á börnin :)

     
  • At 30 desember, 2006 10:50, Anonymous Nafnlaus said…

    Common Karen! Ég er svo forvitin.....það hlýtur að vera stelpa! Við verðum að halda þessu flotta mynstri. Er það stelpa?

     
  • At 30 desember, 2006 21:42, Anonymous Nafnlaus said…

    Eftir því sem það verður pressað meira á okkur að gefa upp kynið því lengur höldum við því leyndu ;) Kemur í ljós á fæðingardaginn, kannski fyrr.....

     

Skrifa ummæli

<< Home