Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, júní 21, 2006

Komin heim

Jæja þá er maður kominn heim úr alveg hreint frábærri ferð frá Portúgal. Ætluðum að hafa þetta algjöra afslöppun en svo var svo margt spennandi í boði sem við gátum ekki látið fram hjá okkur fara. Fórum í skoðunarferð til Sevilla á Spáni, vatnsrennibrautagarð, á ströndina, nautaat, í siglingu, á festival þar sem James Blunt, Melanie C og Black eyed pice voru m.a. að spila og kíktum aðeins á næturlífið. Þetta var alveg frábært en aðeins of stuttur tími, vika í viðbót hefði verið fínt. Nautaatið var algjör snilld. Nautaatararnir voru á hestum, fyrst einir og svo saman. Nautið er ekki drepið en það munaði nú ekki miklu að nautið hefði náð að drepa nokkra af þeim sem voru að reyna að stoppa nautið af í lokinn. Ótrúlegar aðferðir sem þeir beita til að ná nautinu eftir allt atið. Þeir eru ca. 10 sem stökkva á hausinn á því og svo er einn sem rífur í halann síðan hleypa þeir inn nautum með bjöllum um hálsinn og öllum smalað saman og út af vellinum. Festivalið var magnað, varð að kaupa mér diskinn með Mel C, James Blunt var líka helv.... góður.