Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, febrúar 25, 2006

Bolla bolla

Þá er komin helgi sem er bara ljúft. Ég er búin að vera e-ð slöpp alla vikuna en ekki nógu slöpp til að mæta ekki í vinnuna, á æfingar eða í ræktina. Dreif mig því í apotek og keypti fullt af dópi, c-vítamín, sólhatt og fjölvítamín. Vona að það hafi e-ð að segja. Tók smá forskot á sæluna í gær og keypti bollur- nammi namm........ allt í lagi að þjófstarta aðeins.
Þessi helgi fer annars bara í góða afslöppun, erum mætt í Hveragerðið og ætlum svo að kíkja á Selfoss á Sigga bró og co. Næstu helgar verða nefnilega ansi busy, æfingar hverja helgi fram að EM-smáþjóða eða leikir. Keppum á móti Þrótti-RVK í undanúrslitum í bikarnum helgina 10-12. mars, spennandi spennandi.........