Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, febrúar 25, 2006

Bolla bolla

Þá er komin helgi sem er bara ljúft. Ég er búin að vera e-ð slöpp alla vikuna en ekki nógu slöpp til að mæta ekki í vinnuna, á æfingar eða í ræktina. Dreif mig því í apotek og keypti fullt af dópi, c-vítamín, sólhatt og fjölvítamín. Vona að það hafi e-ð að segja. Tók smá forskot á sæluna í gær og keypti bollur- nammi namm........ allt í lagi að þjófstarta aðeins.
Þessi helgi fer annars bara í góða afslöppun, erum mætt í Hveragerðið og ætlum svo að kíkja á Selfoss á Sigga bró og co. Næstu helgar verða nefnilega ansi busy, æfingar hverja helgi fram að EM-smáþjóða eða leikir. Keppum á móti Þrótti-RVK í undanúrslitum í bikarnum helgina 10-12. mars, spennandi spennandi.........

3 Comments:

  • At 25 febrúar, 2006 14:21, Blogger Eygló said…

    mmmm... Bolludagur. Engar bollur fyrir mig :(

     
  • At 25 febrúar, 2006 22:20, Anonymous Nafnlaus said…

    Getur þú ekki bakað kona? Fátt eins gott og vatnsdeigsbollur með rjóma og miklu súkkulaði.

     
  • At 27 febrúar, 2006 19:23, Anonymous Nafnlaus said…

    ummm já vá, fékk mér sko einmitt bollur áðan... ;o) Vá hvað ég kannast annars við þetta slen undanfarið en ég verð nú að viðurkenna það að ég hef nú ekki verið jafndugleg og þú við að mæta í ræktina... búhú :,o/ Mér líður líka alveg hræðilega yfir því núorðið og það er eins gott að fara að gera eitthvað í því... annars fer fólk í alvörunni að trúa að ég sé ólétt á meðan ég er bara að fitna... hehehe ;oD

    Sjáumst annars á æfingu á morgun!! Kveðja Bollan... ;oþ

     

Skrifa ummæli

<< Home