Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, febrúar 17, 2006

Bleik sem svín

Ég asnaðist í ljós í fyrradag og er búin að vera á litin eins og svín síðan, reyndar svolítið mikið bleikari og jafnvel út í rautt. Ég er ekki viss um að ég treysti mér aftur í svona bekk, var búin að smyrja á mig sólarvörn og alle græjen. Ég hef e-n veginn aldrei verið neitt mikið fyrir bleikt né rautt og svo klæjar mig mig líka mikið í þessa liti, þessi hvíti klæjar ekki eins mikið. Best að halda sig bara við þetta hvíta. Sem minnir mig á það að stelpurnar eru að koma í menningarferð í borgina og verða yfir helgina. Það verður gaman að mála borgina rauða, ég ætti nú að fara létt með það. Stefnan er tekin á Eurovision kvöld með e-u fljótandi. Ég ætla að splæsa atkvæði á Sylvíu Nótt, Til hamingju Ísland...

Góða helgi!!