Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, desember 01, 2005

Síðustu dagar

Þá gef ég mér loksins tíma til að blogga og segja aðeins frá síðustu dögum.
Ég dreif mig norður um síðustu helgi. Það var alveg yndislegt að hitta alla, fjölskylduna og vinina. Á föstudeginum kíkti ég til Stjána bró og co og síðan í Idol til Hanne. Á laugardeginum var laufabrauð hjá ömmu þar sem systkini mömmu komu saman og skáru út. Það var heilmikil stemning sem endaði á hangikjöti, laufabrauði og malti og appelsíni. Síðan kíkti ég á lötu Kötu og við fórum svo á rúntinn og tókum Konna frænda með. Gaman að stráknum svona um helgar ; ) Ekki það að hann sé e-ð verri á virkum dögum.... tíhí.... Á sunnudeginum fór ég svo í heimsókn til ömmu sem er á Kristnesi og svo komu Stjáni og co í mat um kvöldið. Engir smá snillingar þær frænkur mínar Eygló og Katla, þær eru æði.
Á mánudeginum héldu heimsóknirnar áfram þá kíktum við hjónaleysin í heimsókn til Adda frænda. Á þriðjudaginn fórum við svo á frábæra útgáfutónleika hjá Magnúsi Þór og í gær fórum við stelpurnar út að borða. Þannig að það er alveg nóg að gera hjá minni þessa dagana!
Svo stefnir allt í rólega helgi.

Einn nokkuð góður

Í heimsókn sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn deildarstjórann hvaða aðferð læknarnir beittu til að ákvarða hvort leggja ætti sjúkling inn á hælið eður ei.
Sko," sagði deildarstjórinn, ,,við fyllum baðkar af vatni. Svo bjóðum við sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að tæma baðkarið."
,,Aaa, ég skil," sagði gesturinn, ,,heilbrigð manneskja mundi þá velja fötuna, þar sem hún er stærri en teskeiðin og tebollinn og auðveldast að tæma baðkarið þannig!"
,,Nei," sagði deildarstjórinn, ,,heilbrigð manneskja mundi taka tappann úr. Má bjóða þér herbergi með eða án glugga?