Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, desember 01, 2005

Einn nokkuð góður

Í heimsókn sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn deildarstjórann hvaða aðferð læknarnir beittu til að ákvarða hvort leggja ætti sjúkling inn á hælið eður ei.
Sko," sagði deildarstjórinn, ,,við fyllum baðkar af vatni. Svo bjóðum við sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að tæma baðkarið."
,,Aaa, ég skil," sagði gesturinn, ,,heilbrigð manneskja mundi þá velja fötuna, þar sem hún er stærri en teskeiðin og tebollinn og auðveldast að tæma baðkarið þannig!"
,,Nei," sagði deildarstjórinn, ,,heilbrigð manneskja mundi taka tappann úr. Má bjóða þér herbergi með eða án glugga?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home