Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, september 23, 2005

Stress og slys

Já það má segja það að það sé smá stress í gangi þessa dagana. Við eigum nefnilega að skila verkefninu af okkur fyrir kl. 10 á laugardagsmorgun því þá er e-r dómnefnd að koma að skoða Þjóðminjasafnið og verkin okkar eiga að vera til sýnis fyrir dómnefndina. Við erum ekki alveg búin en vonandi gengur þetta upp. Erum að fara að sýna verkin kl. 13 á morgun og þá erum við að vonast til að það verði tilbúið og aftur kl.15. Þannig að ég veit ekki alveg hvenær við getum lagt af stað norður.....

En þvílíka óhappið sem ég lenti í í gærkvöldi. Við ætluðum að ná í Nóatún áður en það lokaði hún var sennilega eina mínútu yfir þegar við mættum á staðinn. Ég dreif mig inn í andyrið og svo kemur rennihurð inn í búðina sem var greinilega nýbúið að pússa. Ég hjóp á helv... glerið svo það glumdi um allt og risa far kom eftir smettið á mér á rúðuna. Ég fékk bólgna vör og smá kúlu á ennið en var fljót að kaupa mér hlunk til að bjarga því. Grjóni fór svo í dag í Nóatún og haldiði ekki að farið sé enn á rúðunni. Kannski þeir ætli að taka sýni og sjá hver á þessi ósköp.

Annars var fyrsti þátturinn af íslenska bachelor í kvöld sem ég gat auðvita ekki látið framhjá mér fara þar sem ég er nú húkkt á þann ameríska. Þetta verður spennandi en ég ætla sem minnst að tjá mig um keppendurna svona eftir fyrsta þáttinn ekki alveg búin að kynnast þeim.

Ætla svo að minna á afmælið á laugardaginn : ) Hlakka til að sjá sem flesta!!

mánudagur, september 19, 2005

Dugnaður dauðans

Öss... hvað við Lubba erum búnar að vera duglegar í ræktinni. Við fórum kl. 9 á laugardagsmorguninn og kl. 10 á sunnudagsmorguninn og í morgun drifum við okkur á stað kl. 7.30. Þvílík harka í gangi og bara nokkuð gott. Ætlum að reyna að fara alltaf kl. 6.30 í tíma 3x í viku. Ég prófaði jóga í fyrsta skipti á föstudaginn sem var ansi skemmtileg upplifun, er ekki alveg viss um að ég sé að fíla það. Það skrítnasta við þetta er öndunin, engin smá læti við að anda frá sér, stunur og mikil óhljóð. Ég hugsa að ef ég skelli mér aftur í jóga þá ætla ég að vera með í þessum látum, hugsa að maður fái meira út úr því þannig.

Litli frændi fékk nafnið Fannar Hrafn við alveg hreint frábæra athöfn þar sem við gestirnir fengum að standa í kringum skírnarfontinn þegar hann fékk nafnið.