Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, september 19, 2005

Dugnaður dauðans

Öss... hvað við Lubba erum búnar að vera duglegar í ræktinni. Við fórum kl. 9 á laugardagsmorguninn og kl. 10 á sunnudagsmorguninn og í morgun drifum við okkur á stað kl. 7.30. Þvílík harka í gangi og bara nokkuð gott. Ætlum að reyna að fara alltaf kl. 6.30 í tíma 3x í viku. Ég prófaði jóga í fyrsta skipti á föstudaginn sem var ansi skemmtileg upplifun, er ekki alveg viss um að ég sé að fíla það. Það skrítnasta við þetta er öndunin, engin smá læti við að anda frá sér, stunur og mikil óhljóð. Ég hugsa að ef ég skelli mér aftur í jóga þá ætla ég að vera með í þessum látum, hugsa að maður fái meira út úr því þannig.

Litli frændi fékk nafnið Fannar Hrafn við alveg hreint frábæra athöfn þar sem við gestirnir fengum að standa í kringum skírnarfontinn þegar hann fékk nafnið.

2 Comments:

  • At 22 september, 2005 10:36, Anonymous Nafnlaus said…

    Hver var thetta... Kojo Annan? Eg vissi ekki ad hann kynni islensku! Svo litli fraendi thinn heitir ekki Agnar Smari ;) Fannar Hrafn er gott nafn thott thad se i svolitilli andstodu vid sjalft sig... Oskadu Sigga og Johonnu til hamingju fra mer. Kvedja fra Eyglo.

     
  • At 22 september, 2005 23:59, Anonymous Nafnlaus said…

    Ég held að fyrsta kommentið sé nú bara e-ð bull, hef ekki kíkt á þessa síðu sem gefin er upp. Annars var Kojo farinn að verða svolítið sleipur í íslenskunni ;) Nafnið er nefnilega svolítið kúl þar sem það er óbeint í höfuðið á Sigga og Jóhönnu. Siggi heitir Sigurður Örn og Jóhanna Snædís en Fannar þýðir snær eins og Snædís.

     

Skrifa ummæli

<< Home