Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Allt að gerast þessa dagana

Við buðum í íbúð fyrir helgi í vesturbæ Reykjavíkur og svo skrifaði eigandi undir á mánudaginn. Við vorum rosa kát með það og brunuðum strax í bankann til að fá greiðslumat. Vorum hin hressustu og smjöðruðum eins og við gátum við starfsfólkið. Kemur í ljós seinna í dag hvort það hafi dugað. Íbúðin er laus og við ættum að fá hana um leið og bankinn er búinn að sínu. Við erum komin með leigendur og þetta er e-n veginn allt að ganga upp. Ætlum að leigja hana í nokkra mánuði áður en við fytjum inn.
Við Lubba byrjuðum í ræktinni á mánudaginn, tókum vel á því og erum búnar að vera óstöðvandi síðan.
Fór svo í atvinnuviðtal á þriðjudaginn og fæ að vita í lok vikunnar hvort ég verði ráðin. Þannig að nú borgar sig að krossa fingur.
Svo er Nígeríuferðin á laugardaginn. Órtúlegt... er varla að fatta það að ég sé að fara til Afríku og Nígería er ekki nema 6 fátækasta land í heimi.