Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Akureyri

Þá fer að koma að því að ég kíki smá á Akureyri. Við Líney ætlum að bruna saman á litla rauð á morgun upp úr hádegi. Hlakka ekkert smá mikið til að hitta kútinn hennar Hanne og að sjálfsögðu þau Nonna líka. E-ð var Kata að minnast á að stelpurnar væru flestar í fríi þessa helgi svo það var upplagt að gera sér smá ferð í sæluna. Enda ér veðurspáin líka betri á AK heldur en í RVK yfir helgina. Vona að stelpurnar séu að græja e-ð partý, heyrði að það ætti að vera e-ð skrall á laugardaginn hjá Eygló og Binna. Þau verða svo bara að standa við það!!

mánudagur, júlí 04, 2005

Helgin

Síðustu dagar hafa verið fjörlegir hjá mér. Ætla samt bara að blogga aðeins um helgina. Á föstudeginum fór ég á live 8 í borginni, fullt af fólki, skemmtileg stemning og skíta kuldi. Fór svo snemma að sofa en var vakin upp um miðja nótt þar sem ein stúlka hringdi til að spyrja hvort mammi ætti ekki pottþétt aloe vera gel því bróðir hennar sem var að fara gifta sig daginn eftir hafði farið í ljós fyrr um daginn, tvöfaldan túrbó, og gat ekki sofið því hann var svo brunninn. Lóa ekki senda Jóhann í tvöfaldan túrbó daginn fyrir brúðkaupið ykkar!!
Daginn eftir var svo strandblaksmót þar sem við María tókum á því saman. Við töpuðum því miður úrslitaleiknum 2-1 fyrir Þóreyju og Elsu í glampandi sól og blíðu. Það var búið að vera alls konar tegundir af veðri áður. Um kvöldið fór ég svo í partý til Halla með Grjóna, Líney og tveimur serbum. Þegar við vorum að fara niður í bæ vorum við akkurat 10 og pössuðum því akkurat í tvo bíla. Ég, Grjóni, Líney og Serbarnir fórum saman í einn bíl og vorum fyrri bíllinn en hinn kom fljótlega við hliðina á okkur. Allt í einu hringir svo Halli í Grjóna og segir að hann hafi gleymst og við litum yfir í hinn bílinn og sáum engan Halla, aðeins tveir voru í aftursætinu. Sennilega ekki oft sem gestgjafinn gleymist heima en þetta var alveg ógeðslega fyndið. Hitti svo alveg fullt af fólki sem ég hef ekki hitt í mörg ár og það var bara snilld.
Á sunnudeginum fórum við svo með Serbana í veraHvergi, á Þingvelli, Kerið, Gullfoss, Geysi og á Stöng í grenjandi rigningu og roki. Mættum svo aftur í veraHvergi um kl. 01 og fengum þá kvöldmat. Ekki oft sem maður borðar kvöldmat á þeim tíma. Brunuðum svo í bæinn eftir matinn og ég var líka dauð úr þreytu í vinnunni í morgun.