Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, maí 12, 2005

Síðustu dagarnir

Þá er þetta allt að verða búið... Verkefnið farið í prentun og ætti að vera tilbúið í dag. Við skilum því svo á morgun og þá verður sko tjúttað. Jafnvel e-ð aðeins í kvöld líka þar sem við í bekknum ætlum að vera grand á því og fara út að borða á Fiðlaranum. Var reyndar með matarboð í gær þar sem við fögnuðum því að við værum búnar að fara með verkefnið í prentun. Alltaf tilefni til að fagna. Birna beib á svo afmæli í dag og var að bjóða í hitting í kvöld en ég get því miður ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma þannig að ég varð að afbjóða mig til skvísunnar. Ég kíki nú á hana og smelli á hana einum blautum áður en ég fer á Fiðlarann.
Jæja best að fara að gera fyrirlesturinn fyrir kynninguna á lokaverkefninu.

Góða helgi!

miðvikudagur, maí 11, 2005

Brandaratími

Móðir gekk fram hjá lokaðri herbergishurð dóttur sinnar, og heyrði undarlegt suð berast út úr herberginu. Hún opnaði dyrnar og fékk áfall. Dóttir hennar var að leika sér með víbratórinn sinn. Hún öskraði á hana: "Hvað í ósköpunum ertu að gera?" Dóttirin svaraði: "Mamma, ég er þrjátíu og fimm ára gömul, ógift og þessi hlutur, er það eina, sem ég á sem mér finnst koma nærri því eiga eiginmann. Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera í friði." Næsta dag gekk faðir stúlkunnar fram hjá herbergishurðinni hennar og heyrði þetta sama undarlega suð. Sama sjón blasti við honum og konunni hans daginn áður og hann varð alveg agndofa. Áður en hann gat komið upp orði sagði dóttirin: "Pabbi, ég er þrjátíu og fimm ára, ógift og þessi hlutur er það eina sem ég á sem mér finnst koma nærri því að eiga eiginmann. Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera í friði."Nokkrum dögum síðar kom konan heim úr frá að versla, lagði frá sér vörurnar á eldhúsbekkinn, og heyrði þá þetta suð sem hún hafði áður heyrt, koma frá sjónvarpsherberginu. Hún fór að athuga þetta og sá manninn sinn sitja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Víbratórinn lá við hliðina á honum í sófanum, suðandi eins og vitfirringur. "Hvern andskotann ertu að gera maður" sagði hún. "Ég er að horfa á fótboltann með tengdasyni mínum" svaraði karlinn.


Jói litli er sá klárasti í bekknum, og er alltaf fyrstur að klára prófin og spurningarblöðin. Svo að hann hafi nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann aukaspurningar. "Jói minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar aukaspurninar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?" "Enginn", svarar Jói. "Hvað meinar þú... enginn?", spyr kennslukonan? "Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu" segir Jói Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar" Örstuttu seinna réttir jói litli upp hendi. "Já Jói" "Má ég spyrja þig einnar spurningar?" "Endilega" segir kennslukonan. "Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim >sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" Spyr Jói Kennslukonan roðnar og segir, "Eee....ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?....eða eitthvað" "Neeiiii" segir Jói litli, "það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar"