Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Sumar og sinnep

Gleðilegt sumar!
Hefur e-r prófað að setja sinnep á ís?
Dagný fyrrum blakari á afmæli í dag. Til hamingju með það stelpa.
Best að halda áfram að læra.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Bachelorette og bachelor

Næsta Bachelorette verður Meredith... Eru ekki allir orðnir spenntir að bíða eftir því?? Svo er Jesse Palmer næsti bachelor, hver svo sem það er. Þið getið kíkt á linkinn hérna til hliðar þar sem stendur nýjasta parið og séð þetta fólk. Ég vil taka það fram að þar er ekki hægt að sjá hverja Bob velur, fyrir ykkur sem viljið ekki fá að vita hver sú heppna/óheppna er.

Hann er tannlaus greyið.........

Ég fór til tannsa í dag og lét hann rífa úr mér eina tönn. Hann mátti ekki vera að því að rífa aðra tönn úr mér því hann var að fara í leikhús. Ég er ánægð með það að fólk skuli ekki taka vinnuna sína of hátíðlega og gott meðan það getur haft einhvern frítíma þó að það geti bitnað á vinnunni. Ég held að kinnin á mér sé alveg að tútna út og verða dálítið bólgin.... vona að fólk haldi ekki að þetta sé heimilisofbeldið þar sem Grjóni er nú búinn að vera pínu tíma hér fyrir norðan :)
Til hamingju með afmælið Elsa...

mánudagur, apríl 19, 2004

Kökuleysi

Fór á KA-daginn í gær og fékk engar kökur mér til mikillar gremju þar sem einungis var boðið upp á kanilsnúða, sennililga frá kexsmiðjunni Frón. Ekki nennti ég að bíða í röð eftir því að fá grillaða pylsu þó ég leggi ýmislegt á mig til að fá e-ð að borða.
Andrius Stelmokas var íþróttamaður KA annað árið í röð, Arnór Atlason var annar og ég og Dino vorum í þriðja sæti. Fékk þennan líka flotta bikar og blómavönd í KA-litunum.

Lærdómur dauðans er svo að fara að taka við.