Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, apríl 19, 2004

Kökuleysi

Fór á KA-daginn í gær og fékk engar kökur mér til mikillar gremju þar sem einungis var boðið upp á kanilsnúða, sennililga frá kexsmiðjunni Frón. Ekki nennti ég að bíða í röð eftir því að fá grillaða pylsu þó ég leggi ýmislegt á mig til að fá e-ð að borða.
Andrius Stelmokas var íþróttamaður KA annað árið í röð, Arnór Atlason var annar og ég og Dino vorum í þriðja sæti. Fékk þennan líka flotta bikar og blómavönd í KA-litunum.

Lærdómur dauðans er svo að fara að taka við.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home