Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, mars 06, 2004

Með krús í hendi

Ég er sko alveg að komast í fílinginn fyrir árshátíðina. Á reyndar eftir að gera alveg helling áður en ég fer og hitti stelpurnar í bekknum og konurnar sem ætla að gera fegrunaraðgerð á mér. Vona bara að það takist hjá þeim því ég er furðuverk........

fimmtudagur, mars 04, 2004

nýjasta parið

Ég varð að komast að því hver sú heppna er í Bachelor. Þið sem sáuð brúðkaupið hjá Tristu og Ryan sáuð með hverri Bob var...... Vona að ég hafi kjaftað of mikið af mér. Kíkið á linkinn sem ég bætti við í Bachelor safnið.

Tvöfaldur

Fór í bíó í gær og sá þessa þrusumynd. Hún var mjög fyndin, allavega gat ég alveg hlegið yfir henni. Fyndið viagra atriðið.... Verst að Kata komst ekki með mér því þá hefði ég verið með krafsandi sögu af glasholderatriðinu sem við ætluðum að framkvæma.
Svo er bara stanslaus gleði í kvöld þar sem það verður sýndur tvöfaldur Bachelor. Svona eiga kvöldin að vera. Svo er poppTV komið aftur til okkar þannig að maður getur farið að fylgjast aftur með 70mín. Það má heldur ekki gleyma blakleikjunum, einn í kvöld og annar annað kvöld.
Annars er ég bara farin að verða dálítið spennt fyrir árshátíðinni sem er á lau. Pantaði Fjólu farðara norður yfir heiðar og vona að hún geti e-ð fríkkað upp á andlitið á mér.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Dauð kind

Allt getur gerst þar sem dauðar kindur standa. Það er s.s. rolla á ganginum á bókasafninu hér í skólanum búin til úr timbri og máluð svört. Ein bekkjasystir mín var á gangi framhjá henni eða ætlaði það allavega þá réðst rollan bara á hana, stangaði hana í lærið og datt svo næstum því um koll. Ekkert smá fyndið að vera vitni af svona atburði. Stutt í árshátið en sem betur fer ætlar stelpan að vera í síðkjól.

Skrúfulosari

Ég fékk aldeilis gleðilega símhringingu áðan. Það var kona sem var jafnvel að bjóða mér vinnu á sambýli í borginni. Hún vildi allavega fá mig í heimsókn og spjalla aðeins við mig reyndar getur hún ekki hitt mig þegar ég er fyrri sunnan. Ég er að hugsa um að drífa mig og kíkja á þau og taka vinnunni ef hún býðst mér. Þetta hljómaði voðalega spennandi sambýli, heitur pottur í risagarðinum þeirra og spennandi íbúar.
Spurning hvort maður skelli sér ekki í bíó á morgunn á Something's Gotta Give í boði FSHA í nýja bíó með Kötu og járnið með sér. Þetta hlýtur að takast hjá okkur.

mánudagur, mars 01, 2004

Löggimann

Róleg og góð helgi að baki.
Við keyrðum suður á fimmtudagskvöldið og löggan stoppaði gamla og sagði honum að vera ekki að sóa peningum í að keyra of hratt heldur spara þennan 10 þús kall og eyða honum í e-ð annað. Þannig að gamli slapp með áminningu og við mæðgur fengum þau skilaboð frá löggunni um að fylgjast með hraðanum á gamla.
Á föstudeginum sótti ég um vinnur og vona að ég fái nú e-ð að gera, fór reyndar ekki á marga staði. Síðan var bara afslöppun um kvöldið.
Ég kíkti á leik HK-Þróttar RVK sem endaði alveg frábærlega 3-1 fyrir HK. Þróttararnir voru vægast sagt lélegir ég ætla rétt að vona þeirra vegna að þær séu ekki alltaf svona lélegar. Svo var matarboð hjá Sigga bró, sérdeilis prýðilegur kjúlli. Svo kíktum við Snúllabar í veraHvergi þar sem snilldarbandið Hraun var að spila og ég mæli sko með þeim.
Sunnudagurinn fór svo í heimferð og leti þegar heim var komið.
Ekkert merkilegt verður að gerast næstu 2 dag en svo erum að fara að keppa við Þrótt Nes á fimmtudaginn og föstudaginn. Endilega komið og styðjið okkur ef þið getið, þetta er ekki spurning um að nenna eða vilja.
Svo er árshátíðin náttúrulega á laugardaginn!!
gleði gleði.....