Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, mars 01, 2004

Löggimann

Róleg og góð helgi að baki.
Við keyrðum suður á fimmtudagskvöldið og löggan stoppaði gamla og sagði honum að vera ekki að sóa peningum í að keyra of hratt heldur spara þennan 10 þús kall og eyða honum í e-ð annað. Þannig að gamli slapp með áminningu og við mæðgur fengum þau skilaboð frá löggunni um að fylgjast með hraðanum á gamla.
Á föstudeginum sótti ég um vinnur og vona að ég fái nú e-ð að gera, fór reyndar ekki á marga staði. Síðan var bara afslöppun um kvöldið.
Ég kíkti á leik HK-Þróttar RVK sem endaði alveg frábærlega 3-1 fyrir HK. Þróttararnir voru vægast sagt lélegir ég ætla rétt að vona þeirra vegna að þær séu ekki alltaf svona lélegar. Svo var matarboð hjá Sigga bró, sérdeilis prýðilegur kjúlli. Svo kíktum við Snúllabar í veraHvergi þar sem snilldarbandið Hraun var að spila og ég mæli sko með þeim.
Sunnudagurinn fór svo í heimferð og leti þegar heim var komið.
Ekkert merkilegt verður að gerast næstu 2 dag en svo erum að fara að keppa við Þrótt Nes á fimmtudaginn og föstudaginn. Endilega komið og styðjið okkur ef þið getið, þetta er ekki spurning um að nenna eða vilja.
Svo er árshátíðin náttúrulega á laugardaginn!!
gleði gleði.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home