Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, mars 29, 2007

Páskafrí og orlof

Nú styttist óðum í páskafrí og líka í að ég hætti að vinna. Ég er búin að ákveða að síðasti vinnudagurinn verði föstudagurinn 13. apríl sem hlýtur að vera happa.

Svo er bara mánuður í áætlaðan komudag kraftaverksins okkar. Síðasta skoðun kom flott út og krílið búið að skorða sig. Núna teljum við bara dagana niður og erum að verða ansi spennt að fá krílið okkar í heiminn.

Svo er nóg að gera um helgina. Brúðkaup og árshátíð á laugardaginn og ferming á sunnudaginn. Gömlu eru að koma suður og það verður ráðist í e-ar framkvæmdir í íbúðinni okkar, stækka rafmagnið o.fl.

9 Comments:

  • At 30 mars, 2007 10:20, Anonymous Nafnlaus said…

    Vildi bara segja ykkur það ef þið skylduð vera feimin að spurja; já þið megið skíra hana eftir mér eða kalla hana Lóu:)

     
  • At 30 mars, 2007 13:43, Anonymous Nafnlaus said…

    Jæja það er alltaf gott þegar vinirnir eru tilbúnir til að láta skíra eftir sér :) Bara spurning hvort krílið verði stelpa, finnst það ekki alveg passa að skíra Ólafía/Lóa ef við fáum strák.

     
  • At 30 mars, 2007 15:43, Anonymous Nafnlaus said…

    hvaða hvaða.. eru eithverjir fordómar.. það verður bara ólafur.. og kallaður Lói ;) hehe!!

     
  • At 30 mars, 2007 18:28, Anonymous Nafnlaus said…

    Reyndu svo að slaka á um helgina Karen!!!!!!!

     
  • At 30 mars, 2007 18:48, Anonymous Nafnlaus said…

    Alveg sammála Kittý:)

     
  • At 31 mars, 2007 23:34, Blogger Eygló said…

    Frábært að allt gangi svona vel. Hvernig er samt rafmagn stækkað??

     
  • At 01 apríl, 2007 12:57, Anonymous Nafnlaus said…

    Karen, ég hlýt nú að fá hrós fyrir þrautsegju í að reyna að veiða upp úr þér kynið!

     
  • At 02 apríl, 2007 08:16, Anonymous Nafnlaus said…

    Kittý: Alls engir fordómar, bara spurning hvað er viðeigandi.

    Björg: Það var sko lítið slappað af um helgina.

    Lóa: Það er spurnig hver fær verðlaun. Var í fermingu í gær og þar ætlaði fólk ekki að gefast upp. Borðhaldið tafðist mikið vegna forvitni gesta ;)

    Eygló: Rafvirki sér um að stækka rafmagnið :)

     
  • At 02 apríl, 2007 08:33, Anonymous Nafnlaus said…

    Er alveg viss um að þetta sé stelpa.... semsagt Ólafía Katrín Sigurjónsdóttir (einstaklega fallegt nafn í höfuðið á 2 snillingum)!!
    Annars verður þetta bara töff strákur með kvenlegt nafn ;-)

     

Skrifa ummæli

<< Home