Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Ólétt nunna

Fór í afmæli til Maríu í gær þar sem þemað var grímupartý. Þar sem ég er enn ógift og hef þar afleiðandi ekki stundað kynlíf dróg ég upp nunnubúning og var Systir Karen. Bara flott að sjá ólétta nunnu enda gerist það nú ekki á hverjum degi. Grjóni ætlaði að vera Jesú en gat ekki fengið búning svo hann var grænn loðinn bangsi, bara sætur.

Annars bara allt það besta að frétta. Erum byrjuð á foreldranámskeiði og á morgun fer ég svo í fyrsta tímann í meðgöngujóga. Krílið okkar dafnar vel og er búið að halda sinni kúrfu alla meðgönguna og vona bara að það haldi því áfram.

5 Comments:

  • At 11 febrúar, 2007 19:57, Anonymous Nafnlaus said…

    Halló sæta
    Sá þig einmitt í sjónvarpinu í gær og held svei mér þá að bumban hafi stækkað síðan við sáum ykkur síðast :)
    kveðja Malla

     
  • At 13 febrúar, 2007 16:09, Anonymous Nafnlaus said…

    Ég leit nú held ég frekar út fyrir að vera bara feit allavega fannst mér það þegar í sá mig í spegli í þessari peysu.

     
  • At 14 febrúar, 2007 08:57, Anonymous Nafnlaus said…

    Held að það sé alveg tilvalið að henda inn eins og einni bumbumynd fyrir okkur á Norðurlandinu....

     
  • At 14 febrúar, 2007 09:22, Anonymous Nafnlaus said…

    Kata, Ef tölvan mín væri í lagi myndi ég ekki hika við það. Annars fyndist mér nú bara sniðugt ef þið færuð að kíkja á okkur suður :)

     
  • At 24 febrúar, 2007 11:46, Anonymous Nafnlaus said…

    Er tölvan ennþá biluð????

    Er alveg í skoðun með suðurferð... Það verður allavega pottþétt farið í skoðunarferð í apríl eða maí. Fer eftir því hvenær Katrín II lætur sjá sig ;-)

     

Skrifa ummæli

<< Home