Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Sumarfrí

Mikið er nú gott að vera komin í sumarfrí. Reyndar mætti alveg vera betra veður hér fyrir norðan. Ótrúlegt að hafa farið úr sólinni í RVK í kuldann á Akureyri því yfirleitt er það öfugt.
Við fórum í Hrísey síðustu helgi og það var bara fínt. Alveg er hann Geirmundur ekki að standa sig sem sveiflukóngur, skil ekkert í því að hafa ekki Papana til að halda uppi fjöri í eynni. Það var fátt um manninn en vel hægt að rugla í þeim sem voru á svæðinu. Lentum næstum því í slagsmálum við e-a dópista en þeir voru síðan handteknir og fluttir með ferjunni í land.
Annars er stefnan bara að taka því rólega í fríinu. Ætlum að kíkja á tónleika með SigurRós á föstudaginn og fara austur í bústaðinn e-n tímann í næstu viku og vera þar um versló.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home