Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, september 09, 2005

Dagurinn í dag

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar!!
Dagurinn er bara búinn að vera ágætur enn sem komið er. Hann verður reyndar ekkert voðalega rólegur en það er heldur ekkert betra.
Ég þarf að fara upp á safn og laga til eftir verkefnið okkar sem er nú reyndar ekki búið enn.
Við Grjóni erum að fara á stúfana og kaupa gardínur fyrir stofuna. Hentum inn sófa og rúmi í gær og það var ekkert voðalega auðvelt ekki svona upp á 4. hæð. Okkur langar mest til að flytja inn strax.
Við Lubba ætlum í ræktina og taka á því.
Staffapartý í sumarbústað í Hestfjalli í kvöld sem verður væntalega mikið stuð.

Í gær var fyrsta blakæfingin hjá HK og mætingin var nú ekkert voðalega góð, vorum 5 stk en hörku æfing engu að síður. Svo er e-ð lítið um æfingar þar sem salurinn sem við eigum að æfa í er ekki tilbúinn fyrr en í byrjun okt. að mig minnir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home