Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, september 02, 2004

Hor og annar viðbjóður

Þá styttist óðum í strandblaksmótið og menn ekki enn komnir í form. En það er svo sem ekkert við því að gera núna. Ég held að það séu enn bara 3 lið svo við Birna stefnum á verðlaunapall ;) Spurning hvað gerist ef fleiri lið skrá sig. Ég búin að fara 2x og æfa mig smá. Fór í gær og prófaði að vera á táslunum og mér varð bara skítkalt og vaknaði með smá hor í nös í morgun.

Er að fara út að borða í kvöld með stelpunum sem eru hér í borginni í verknámi. Fer svo aftur út að borða á föstudaginn með vinnufélögunum af sambýlinu og er boðið í útskriftarveislu um kvöldið. Þannig að maður verður ekki svo léttur á fæti í strandblakinu. Bara vara ykkur við sem ætlið að koma að horfa, þið vitið þá hver ástæðan er.......mikið matarát. Ætla svo út að borða eftir viku því þá er minn dagur sko.... bara minna ykkur á hann í tíma ;) býst reyndar ekki við að þið getið gleymt honum.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home