Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, desember 08, 2003

Það er ekki laust við að það sé að færast smá prófstress í mína. Er með dúndrandi hjartslátt og hnút í maganum, samt er fyrsta prófið ekki fyrr en á fimmtudaginn. Dísús hvernig ætli ég verði þá á miðvikudaginn? Ekki gott að segja. Djö... hlakka ég til þegar þetta verður búið, get ekki sagt annað. Ég hugsa oft á meðan ég er í prófunum hvað það væri nú gott að vera ungur og lítill (ekki það að ég sé neitt gömul) og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. En svo hugsa ég alltaf lengra og sé þá að ef ég væri ung og lítil þá ætti ég allt eftir sem ég er búin að gera og þar með talið alla skólagönguna. Þá spyr ég mig: hvort er nú betra að vera komin þetta langt í námi og eiga ekki svo mikið eftir eða að eiga þetta allt saman eftir? Ég svara: djö... er ég heppin að vera í prófum.
Best að halda áfram að læra svona til að auka stressið. Ég hef nefnilega þá skoðun að ef ég er stressuð fyrir próf þá er það vísbending um það að ég kunni e-ð (kann reyndar ekki mikið í þessu núna) og ef ég er alveg laus við stress þá er þekking mín á námsefninu ekki mikil.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home