Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, september 09, 2008

Besta afmælisgjöfin

var the ugly naked guy.

Það er gaur í íbúðinni á móti okkur að flytja inn og hefur sést tvisvar sinnum í vikunni og í bæði skiptin verið ber að ofan. Hann er reyndar ekkert ugly a.m.k. ekki á kroppinn. Það sem er samt ljótt við þetta allt saman er að hann er svo að sýna sig þar sem hann kveikir öll ljós í húsinu svo hann sjáist betur og fer út á svalir til að tala í símann.
Ég ætti kannski að hugsa mig aðeins um áður en ég vappa um hérna heima, jafnvel þó ég sé með slökkt ljós, fyrst það sést svona vel á milli.