Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, apríl 20, 2008

Rómantík og skothríð

Það gengur á ýmsu hér í blokkinni þegar maður er að reyna að sofna. Um miðnætti í gær lagðist ég upp í rúm og ætlaði að fara að sofa en þá er gaurinn á 2. hæð með tónlist í botni, rólega og rómantíska, Lady in red, You are beautiful o.fl. í þeim dúr. Gaurinn á 3. hæð er að ég held tölvuleikjafíkill og var á fullu að drepa e-a, líklega að drepa aðra fíkla online svo það var mikið um skothríð og sársaukahljóð. Ég spurði mig hvort það væri betra að sofna við þessa skothríð eða tónlistina og ég komst að því að skothríðin var meira svæfandi og við það sofnaði ég.