Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, janúar 01, 2008

Árið 2007

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!

Ég ætla að reyna að rifja upp hvað stóð upp úr árinu 2007.
Ég man lítið eftir janúar til mars annað en það að ég vann, svaf mikið og beið spennt eftir apríl.
Ég hætti að vinna í byrjun apríl og í lok apríl eignaðist ég yndislega dóttur sem er það merkilegasta og stærsta sem hefur gerst í mínu lífi. Kannski ekki skrítið að ég muni ekki eftir mánuðunum á undan þar sem þessi atburður var það sem allt var miðað við.
Allt sumarið var ég dugleg að fara í göngutúra með vagninn í frábæru veðri auk þess sem ég varði nokkrum vikum á Akureyri.
Í júlí keppti ég á landsmóti UMFÍ í strandblaki og vann silfur. Ánægð með þann árangur eftir að hafa ekki snert blakbolta í næstum ár.
Í ágúst var vinkonuhittingur sem var algjör snilld.
Í september varð ég einu árinu eldri og við fjölskyldan og mamma skelltum okkur í 8 daga ferð til Flórída þar sem var mikið verslað.
Í október byrjaði ég að æfa blak og keppti fyrsta leikinn minn á tímabilinu.
Í nóvember keppti ég fleiri leiki.
Í desember byrjaði ég að æfa með landsliðinu. Ég átti bestu jól sem ég hef upplifað, við litla fjölskyldan vorum saman í rólegheitum heima hjá okkur.

Ef ég tek þetta saman þá er það dóttir mín sem stendur upp úr á árinu 2007.